Undanfarin ár hef ég haft bloggsíðu á vefmiðlinum og fréttablaðinu Stundinni og bloggað þar stöku sinnum. Margt sem mér dettur í hug á hins vegar takmarkað erindi í fréttamiðil. Hér er ætlunin að taka saman á einn stað það sem ég hef birt í dagblöðum á fyrri tíð og á fréttamiðlinum Stundinni, og bæta svo við efni eftir því sem andinn blæs mér í brjóst.
Ég hef haft áhuga á bókmenntum og listum frá því ég man eftir mér. Seinni árin hef ég sinnt þessum hugðarefnum meira en lengst af.
Fyrsta frumsamda prósaverk mitt, nóvellan Kvöldverðarboðið, kom nýlega út hjá Bókaútgáfunni Vesturgötu. Hún er til sölu í Bókabúð Forlagsins og Bóksölu Stúdenta. Lesa má ýmsar umsagnir bókmenntafólks um bókina hér.
Þetta vefsetur heitir tveimur nöfnum: þorbergur.is og thorbergur.com. Hýsing er hjá 1984.is. Kolbrún Kristín Karlsdóttir vefhönnuður hjálpaði mér að setja þetta upp. Ljósmyndina af Esjunni tók ég rétt fyrir kl. 1 miðvikudaginn 14. nóvember 2018.