Gunnar Jóhannes Árnason, 1959 – 2024

Ég kynntist Gunnari Árnasyni þegar við vorum ungir námsmenn. Gunnar var eldri en ég. Hann var myndarlegur, grannur og hávaxinn. Hann var alltaf teinréttur í baki, bar sig vel og klæddi sig smekklega. Gunnar var yfirvegaður í fasi. Hann var ekki framfærinn, raunar frekar hlédrægur en hafði gott skopskyn og gat verið glaðvær.

[Gunnar J. Árnason. Mynd fengin frá fjölskyldu Gunnars, hún var tekin árið 2010, löngu eftir að við umgengumst sem mest.]

Lesa meira

Stofudrama af bestu gerð

            Í gærkvöldi fór ég og sá kvikmyndina/leikritið Skylight eftir David Hare, en myndin er sýnd í Bíó Paradís. Orðið skylight merkir ýmist þakgluggi, ljóri, eða lýsing af himni ofan, himinskin, birta að ofan. Höfundur leikritsins, David Hare, f. 1947, er eitt frægasta leikskáld Breta, en einnig kvikmyndahandritshöfundur og leikstjóri bæði kvikmynda og í leikhúsi. Leikritið var fyrst sýnt árið 1995 og þá léku þau Michael Gambon og Lia Williams aðalhlutverkin. Leikritið var svo sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1998 undir nafninu Ofanljós. Leikendur voru þau Þorsteinn Gunnarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Friðrik Friðriksson. Kristín Jóhannesdóttir var leikstjóri en Árni Ibsen þýddi verkið.

            Í gærkvöldi sá ég kvikmyndaða uppfærslu National Theatre Live á leikritinu. Aðalhlutverk voru í höndum Carey Mulligan og Bill Nighy, en þriðja hlutverkið var í höndum Matthew Beard. Leikstjórar voru Stephen Daldry og Robin Lough, en ég reikna með að sá síðarnefndi hafi stýrt kvikmyndalegri hlið málsins, þar sem Daldry var sá leikstjóri sem setti verkið upp í leikhúsinu sjálfu.

[Skjáskot af plakati leikhúsuppfærslunnar 2014.]

Lesa meira

Eyðsluklóarinnar Gríms Thomsens minnst á Álftanesi*

Nú á dögunum fór ég í bíltúr út á Álftanes. Þau Már Jónsson og mamma hans Helgu Kress höfðu boðið mér að koma með. Helga var bílstjórinn. Tilefnið var að Már átti að flytja fyrirlestur um Grím Thomsen. Fyrirlesturinn var haldinn þann 18. nóvember sl. Hann var fluttur í íþróttasal í íþróttahúsi sem er tengt sundlauginni frægu sem byggð var á Hrunárunum. Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla stóð fyrir þessum atburði. Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður er formaður þess félags. Í fyrirlestrinum sagði Már frá námsárum Gríms, sem voru mjög kostnaðarsöm fyrir foreldra hans, Þorgrím og Ingibjörgu. Þorgrímur og Ingibjörg áttu heima á Bessastöðum en Þorgrímur var ráðsmaður þar en einnig gullsmiður. Sem betur fór búnaðist þeim hjónum vel.

Lesa meira

Fallin lauf eftir Aki Kaurismäki

Fallin lauf, nýja myndin eftir Aki Kaurismäki sem nú er sýnd í Bíó Paradís, er alveg bráðfín. Myndin var frumsýnd nú í ár. Hún heitir Kuolleet lehdet á frummálinu og er kölluð Fallen leaves á alþjóðamálinu. Ég er ekki hissa á að þessi mynd hafi fengið mörg verðlaun. Hún fjallar aðallega um þunglyndan og drykkfelldan málmiðnaðarmann í Helsinki sem heitir Holappa og búðarkonuna Önsu (Ansa). Þau missa bæði vinnuna í myndinni og þurfa að takast á við ýmsa erfiðleika.

Lesa meira