Íslendingar geta búist við að lifa í 82 til 83 ár samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Það gera rúmlega 30 þúsund daga, eða um 30.100 daga. Þeir tímamælikvarðar sem við miðum líf okkar hvað mest við eru mínúta, klukkustund, dagur, vika, mánuður, ár. Þar er vikan, sjö dagar, sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur og svo framvegis, mjög algengur mælikvarði. Vikan er nærtækur mælikvarði á þann tíma sem við eigum í vændum, svona alveg á næstunni, í bráð, ef svo má segja.
Lesa meira