Heimasíðan mín. Eða á maður að kalla þetta vefsetur?

Undanfarið hef ég notið aðstoðar Kolbrúnar Karlsdóttur vefhönnuðar við að koma mér upp eigin vefsetri. Tilgangurinn er að koma á einn stað ýmislegu sem ég hef skrifað um ævina og birt eða kynnt með öðrum hætti. En líka til að hafa vettvang til að birta ýmislegt efni sem kannski á ekki erindi á víðlesna fréttamiðla eins og dagblöðin eða fréttamiðilinn Stundina, en getur þó átt eitthvert erindi til ýmissa lesenda sem vilja lesa það sem ég skrifa.

Kolbrún Kristín Karlsdóttir, vefhönnuður.
Lesa meira