Vilji kjósenda náði ekki fram að ganga í kosningunum

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni síðdegis miðvikudaginn 20. október 2021. Sjá má upprunalegu útgáfu færslunnar hér:]

           Því heyrist oft fleygt þessa dagana, að aðalatriðið um kosningar sé að vilji kjósenda nái fram að ganga. Oft er því svo bætt við að einmitt það hafi nú gerst í kosningunum nú á dögunum. Það er alveg rétt, að það er aðalatriði að vilji kjósenda nái fram að ganga. En hin staðhæfingin, sem svo oft fylgir, að þetta hafi nú einmitt gerst núna, er yfirleitt alveg eða næstum alveg órökstudd. Því er samt oft bætt við að fylgi flokkanna hafi ekki breyst á landsvísu með endurtalningunni. Það er út af fyrir sig alveg rétt en bara ekki nóg.

Lesa meira

Úrslit Alþingiskosninga á landinu öllu breyttust í Borgarnesi.

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni síðdegis miðvikudaginn 13. október 2021. Sjá má upprunalegu útgáfu færslunnnar hér:]

Enginn veit hvernig þeirri atburðarás sem hófst með uppákomunni í Borgarnesi þann 26. september sl. muni ljúka. Óformleg þingnefnd er önnum kafin við að finna út úr því hvernig unnt sé að leysa hnútinn sem þar varð til.

Lesa meira

Fyrst vitlaus og svo ógild talning

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni að kvöldi laugardagsins 2. október 2021. Hér er orðalag aðeins lagfært, en engar efnislegar breytingar gerðar. Sjá má upprunalegu útgáfu færslunnar hér:]

           Við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi átti sér stað uppákoma sem hafði áhrif á niðurstöðu Alþingiskosninga sem fram fóru í landinu fyrir viku síðan, laugardaginn 26. september sl.

Lesa meira

Ónýt innsigli og endurtalning atkvæða

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni að kvöldi miðvikudagsins 29. september 2021. Sjá má upprunalegu útgáfuna af greininni hér.]

Kjörkassar í Smáralind. Alþingiskosningar 2017. Mynd: Jabbi. Wikimedia commons.*

            Kosningar fara þannig fram að hver maður getur kosið í einu kjördæmi og atkvæði hans ásamt atkvæðum annarra í kjördæminu ráða því hverjir verða kjördæmakjörnir í því kjördæmi. En atkvæði í einu kjördæmi hefur líka áhrif á úthlutun jöfnunarsæta í landinu.

Lesa meira