[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu þann 13. október 1996. Hún birtist þar svona og svona.]
ANDSTÆÐINGAR veiðileyfagjalds hafa borið fram margvíslegar röksemdir gegn því. Þeir hafa til dæmis mótmælt þeirri útfærslu veiðileyfagjaldanna, að þau verði látin renna beint til ríkissjóðs. Sumir þeirra segja að þjóðareign sé óskilgreint fyrirbæri sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu við ríkiseign. Samt virðast flestir ganga út frá því að ef arðurinn af fiskveiðiréttindunum verður færður til þjóðarinnar, eins og réttmætt er, muni hann renna beint í ríkissjóð. Á þeirri hugmynd sjá svo margir ýmsa galla.
Lesa meira