Pólitíkin ræður, fagmennirnir greinilega ekki

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 10. ágúst 2020. Hún birtist þar svona.]

Upplýstur almenningur veit að farsóttir eins og sú sem nú geisar hér í landinu eru alvarlegt mál. Upplýstur almenningur veit líka að veirur spyrja ekki um landamæri og hlusta ekki á það sem stjórnmálamenn segja, heldur smitast bara á milli manna þegar þeir hittast. Og þær gera það án þess að nokkur viti. Og þær smitast helst ekki nema þegar menn hittast, og smitast helst bara þegar menn nálgast meira en svo að tveir metrar séu á milli þeirra. Þetta vita þau sem halda um stjórnartauma á Íslandi eins vel og allir aðrir. Stjórnvöld hér vita að þau geta ekki sagt veirunni fyrir verkum, eins og þau segja ríkisstarfsmönnunum fyrir verkum. Þess vegna hafa þau sagt sem svo: „Hér á Íslandi hlustum við á sérfræðingana og látum þá um að finna lausn á þessum erfiða vanda.“

Lesa meira

Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 7. júlí 2021. Hún birtist þar svona.]

Mál Kára Stefánssonar, Íslenskrar erfðagreiningar og forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur er forvitnilegt. Íslensk erfðagreining hefur skimað tugþúsundir Íslendinga íslenska ríkinu að kostnaðarlausu, en forsætisráðherra lætur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einkafyrirtækið sinni þessu verkefni áfram. En þar kom að þolinmæði einkafyrirtækisins brast. 

Lesa meira