[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 15. mars 2021. Hún birtist þar svona.]
Um daginn hélt ég því fram í pósti hér á Stundinni, að það væri auðveldara fyrir eyríki að verja sig fyrir farsóttum eins og þeirri sem nú leikur lausum hala í veröldinni heldur en fyrir ríki sem eru staðsett á meginlöndum. Tilefni þeirrar umfjöllunar var að Íslendingar virðast telja árangur sinn í sóttvarnarmálum vera alveg einstakan á heimsvísu. Slíkt er að vísu alveg saklaust auk þess sem það er auðvitað alvanalegt.
Lesa meira