Ísland borið saman við fáein önnur eyríki

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 15. mars 2021. Hún birtist þar svona.]

Um daginn hélt ég því fram í pósti hér á Stundinni, að það væri auðveldara fyrir eyríki að verja sig fyrir farsóttum eins og þeirri sem nú leikur lausum hala í veröldinni heldur en fyrir ríki sem eru staðsett á meginlöndum. Tilefni þeirrar umfjöllunar var að Íslendingar virðast telja árangur sinn í sóttvarnarmálum vera alveg einstakan á heimsvísu. Slíkt er að vísu alveg saklaust auk þess sem það er auðvitað alvanalegt.

Lesa meira

Stjórnmálamenn, kvittanir og kostaðar auglýsingar

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 21. ágúst 2020. Hún birtist þar svona .]

Á þeim umbrotatímum sem við lifum núna hafa orðið margvíslegar breytingar á mörkum einkalífs og opinbers lífs. Félagsmiðlar eru eitt dæmi um slíkt. Nú getur hver sem er á vissan hátt rekið sinn eigin fjölmiðil og greint þar frá einkamálum sínum eða fjallað um stjórnmál, allt eftir sínu höfði. Og þar blandar fólk á stundum saman einkamálum og opinberum málum eins og ekkert sé eðlilegra. Annað dæmi er hin nýja stétt áhrifavalda svonefndra, fólks sem segir frá einkalífi sínu opinberlega en hefur gjarna vörur með tiltekin vörumerki á áberandi stað í frásögninni. Eigendur þessara vörumerkja borga svo áhrifavaldinum fyrir greiðasemina. Áhrifavaldurinn blandar þannig einkalífi sínu saman við opinbert líf sem persóna í auglýsingu.

Lesa meira

Farsóttarvarnir eru landvarnir

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þriðjudaginn 18. ágúst 2020. Hún birtist þar svona.]

Svo virðist sem ýmsir landsmenn sjái nú ofsjónum yfir því, að fólk sem hingað kemur frá útlöndum þurfi að vera í sóttkví í fimm daga við komu landsins, og gefa lífsýni við komu og við lok fimm daga tímabilsins. Það er engu líkara en að þetta fólk haldi að það sé hægt að skipa veirunni að halda sér frá landinu, eða að það haldi að læknarnir kunni að lækna allar meinsemdir sem hún kann að valda. En það er öðru nær: Veiran virðir engin landamæri.

Lesa meira

Ráðherra og auglýsingar

[Þessa færslu setti ég á facebook 18. ágúst 2020. Þremur dögum síðar birti ég stutta blogggrein á Stundinni þar sem tilefni er skýrt nánar. Sú grein er líka aðgengileg hér.]

Hvað get ég hafa misskilið um upphlaup helgarinnar? Þórdís ráðherra fór að skemmta sér með vinkonum sínum og lék um leið í kostaðri auglýsingu. Hún braut líka sóttvarnarreglur sem gilda um okkur öll. Þegar hátternið vakti ekki hrifningu almennings sá hún eftir

Lesa meira