Bókmenntahúsi við Laugaveg lokað

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 14. október 2020. Hún birtist þar svona.]

Laugavegur 17, þar sem Bókmenntafélag Máls og menningar rak lengi bókaverslun. Myndina tók undirritaður sunnudaginn 11. október 2020.

Fyrir okkur Íslendinga er erfitt að ofmeta mikilvægi miðbæjarins í Reykjavík. En það er auðvelt að rökstyðja að miðbærinn sé að vissu leyti einn merkilegasti staður sem fyrirfinnst í landinu. Nefna má að miðbærinn í Reykjavík er eina eiginlega borgarumhverfið sem til er á Íslandi. Allir aðrir staðir eru ýmist úthverfi eða misstórir kaupstaðir, kauptún og þorp, eða sveitabæir og loks óbyggðir af ýmsum gerðum.  

Lesa meira

Falleg bíómynd í Bíó Paradís

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 31. janúar 2020. Hún birtist þar svona.]

Falleg bíómynd í Bíó Paradís

Í gærkvöldi lagði ég leið mína eins og svo oft áður í kvikmyndahúsið Bíó Paradís í miðbæ Reykjavíkur. Að þessu sinni til að sjá mynd á franskri kvikmyndahátíð, myndina Deux moi, eftir leikstjórann Cédric Klapisch. Ég vissi næstum ekkert um myndina áður en ég fór annað það sem stendur í kynningartexta undir ljósmynd af aðalleikurunum François Civil og Ana Girardo í hlutverki söguhetjanna Rémy og Mélanie:

Lesa meira

Íslenskan er samgöngumannvirki

[Ég birti þessa færslu á facebook 15. ágúst 2019.]

Mikilvægasta samgöngumannvirkið á Íslandi er hugbúnaður. Þessi hugbúnaður er aðlagaður að landinu, eins og öll móðurmál eru, hvert á sínum stað. Hann er græddur í landsmenn á fyrstu árum þeirra og heitir íslenska.

Lesa meira

Svo ég segi þetta nú bara á góðri íslensku

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 3. apríl 2019. Hún birtist þar svona.]

Ég kveikti á útvarpinu áðan og þar var kona að lýsa hugðarefnum sínum. Og þegar hún lýsti þeim, talaði hún um að nú á dögum ættu sér stað svo miklar breytingar, og að við ættum ekki orð yfir svo margt sem væri að gerast, og þyrftum að undirbúa unga fólkið fyrir allt öðru vísi veröld en þá sem við lifum í núna. Vegna þessara breytinga sagði hún að það væri svo nauðsynlegt að vera „agjæl“, eins og það héti „í fræðunum“.

Lesa meira

Víkurgarður

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 18. febrúar 2019. Hún birtist þar svona.]

Fólk skiptist nokkuð í fylkingar vegna deilu um Víkurgarð, eða kirkjugarðinn í kringum Víkurkirkju. Víkurkirkja var kölluð svo, vegna þess að hún var kirkjan í Vík, það er að segja í Reykjavík. Þessi kirkja stóð frá öndverðu fyrir framan bæjarstæði frá landnámsöld þar sem nú er hótel við Aðalstræti í Reykjavík. Síðast var byggð kirkja þar árið 1724, hana byggði Brandur Bjarnhéðinsson bóndi í Vík.

Lesa meira