Eyðsluklóarinnar Gríms Thomsens minnst á Álftanesi*

Nú á dögunum fór ég í bíltúr út á Álftanes. Þau Már Jónsson og mamma hans Helgu Kress höfðu boðið mér að koma með. Helga var bílstjórinn. Tilefnið var að Már átti að flytja fyrirlestur um Grím Thomsen. Fyrirlesturinn var haldinn þann 18. nóvember sl. Hann var fluttur í íþróttasal í íþróttahúsi sem er tengt sundlauginni frægu sem byggð var á Hrunárunum. Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla stóð fyrir þessum atburði. Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður er formaður þess félags. Í fyrirlestrinum sagði Már frá námsárum Gríms, sem voru mjög kostnaðarsöm fyrir foreldra hans, Þorgrím og Ingibjörgu. Þorgrímur og Ingibjörg áttu heima á Bessastöðum en Þorgrímur var ráðsmaður þar en einnig gullsmiður. Sem betur fór búnaðist þeim hjónum vel.

Lesa meira

Myndin af Árna Magnússyni

            Mér áskotnaðist forvitnileg bók nú í sumar. Hún heitir Isländische Grammatik og er eftir þýska málfræðinginn Bruno Kress (1907–1997). Þó að bókin sé mjög forvitnileg þóttist ég vita að Má Jónssyni fornvini mínum þætti meiri fengur í henni en mér, enda skrifaði afi hans bókina. Ég vissi ekki hvort Már ætti eintak af henni. Við höfum lítið hist undanfarið. Við fórum að vísu nýlega í göngutúr og svo fórum við saman á opnun Húss íslenskra fræða nú í vor.  En um daginn heimsótti ég Má og hafði bókina með mér.

Lesa meira