Margt fólk á við ofþyngdarvanda að etja. Til viðbótar við það líkamlega erfiði sem fylgir ofþyngd hefur feitt fólk oft þungar áhyggjur af holdafarinu og þeim áhrifum sem spikið hefur á heilsufarið. Feitt fólk ber því ekki aðeins þungar byrðir af spiki með sér alla daga heldur einnig blýþungar sálrænar byrðar, nefnilega alla óánægjuna og skömmina sem getur fylgt hinum bersýnilega líkamsþunga. Þar til viðbótar býr feitlagið fólk í mörgum tilvikum við fordóma samferðafólks síns, svo mikla fordóma til dæmis að vinnuframlag feitlagins fólks er gjarna minna metið en vinnuframlag grannvaxins fólks.[1] Þá má ekki gleyma því að lífslíkur feitlagins fólks og ævilengd er áreiðanlega töluvert minni en þeirra sem grennri eru, til dæmis vegna sykursýki, hjartasjúkdóma og tengdra sjúkdóma. Ég ákvað að skrifa þessa grein handa vinum mínum og kunningjum sem eiga við þennan vanda að etja og ég vona að hún geti komið þeim að einhverju gagni.
Baðvogin sem ég keypti í lok janúar 2021.
Lesa meira