Framfarir í sorphirðumálum

[Þessi færsla birtist fyrst á facebook þann 13. ágúst 2023.]

Eitt af því sem hefur glatt mig undanfarið eru framfarir sem nú eiga sér stað í sorphirðumálum á höfuðborgarsvæðinu. Mold og jarðvegur eru ein mikilvægasta auðlind jarðarbúa, enda spretta matvælin með einum eða öðrum hætti af mold og jarðvegi, sem fær að njóta sólar, vætu og frjósamra fræja. Það eru áratugir síðan það fór að fara ósegjanlega í taugarnar á mér að geta ekki á handhægan hátt losnað við lífrænt sorp með þeim hætti að úr því yrði mold á ný, eins og eðlilegt er að gerist.

Lesa meira