[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni sunnudaginn 27. maí 2018. Hún birtist þar svona.]
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson leikstjóra sem frumsýnd var á dögunum í Háskólabíói er lífleg kvikmynd og skemmtileg. Mér sýnist mega lýsa henni sem blöndu af hasarmynd og grínmynd. Það er líka í henni þjóðfélagsádeila. Og hún er á ýmsan hátt óvenjulega frískleg. Þannig er kvikmyndatónlistin til dæmis flutt af tónlistarfólki í mynd, það kemur sér fyrir á heppilegum stöðum í nágrenni við leikarana og bregður á leik og kvikmyndin minnir þannig á frjálslegar uppfærslur í leikhúsi. Þetta gera kvikmyndagerðarmenn reyndar einstöku sinnum en í svipinn man ég ekki eftir þessu stílbragði í íslenskri kvikmynd.
Lesa meira