Víkurgarður

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 18. febrúar 2019. Hún birtist þar svona.]

Fólk skiptist nokkuð í fylkingar vegna deilu um Víkurgarð, eða kirkjugarðinn í kringum Víkurkirkju. Víkurkirkja var kölluð svo, vegna þess að hún var kirkjan í Vík, það er að segja í Reykjavík. Þessi kirkja stóð frá öndverðu fyrir framan bæjarstæði frá landnámsöld þar sem nú er hótel við Aðalstræti í Reykjavík. Síðast var byggð kirkja þar árið 1724, hana byggði Brandur Bjarnhéðinsson bóndi í Vík.

Lesa meira