Almannafjármögnun

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu þann 13. júní 2009. Hún birtist þar svona og svona. Greinin lýsir aðferð fyrir almenning til að fjármagna hugðarefni sín og til að stofna fyrirtæki. Nokkrum árum áður kynnti ég þessa hugmynd fyrir Landsbanka og KB banka, einkavæddum bönkum. Ekki varð úr að bankarnir kæmu í lið með mér við að stofna svona almannafjármögnunarfyrirtæki. Í kjölfar hrunsins kynnti ég hugmyndina svo opinberlega, til að auðvelda nýsköpun í efnahagslífinu. Um svipað leyti virðist hafa komið fram áþekkt fyrirtæki erlendis og svo nokkrum árum síðar hér á Íslandi, nefnilega Karolina Fund.]

ÞAÐ hefur alltaf verið mikilvægt að fara vel með fé. Það er jafnvel enn mikilvægara nú en venjulega, þegar margir missa vinnuna og þurfa að lifa spart.

Lesa meira

Um veiðileyfagjald

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu þann 13. október 1996. Hún birtist þar svona og svona.]

ANDSTÆÐINGAR veiðileyfagjalds hafa borið fram margvíslegar röksemdir gegn því. Þeir hafa til dæmis mótmælt þeirri útfærslu veiðileyfagjaldanna, að þau verði látin renna beint til ríkissjóðs. Sumir þeirra segja að þjóðareign sé óskilgreint fyrirbæri sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu við ríkiseign. Samt virðast flestir ganga út frá því að ef arðurinn af fiskveiðiréttindunum verður færður til þjóðarinnar, eins og réttmætt er, muni hann renna beint í ríkissjóð. Á þeirri hugmynd sjá svo margir ýmsa galla.

Lesa meira