Góð viðbót í bókaskápinn

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 20. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Góð viðbót í bókaskápinn
Myndin sýnir hluta af titilsíðu Íslendingasagna í útgáfu Saga forlags, Reykjavík 2018.

Eitt helsta sérkenni Íslendinga er að þeir eru almennt læsir á átta til níu hundruð ára gamlan þjóðlegan bókmenntaarf. Slíkt er óvenjulegt, sem sést best á því að ekki er viðlit fyrir almenning í helstu nágrannalöndum okkar að lesa ámóta gamlar fornbókmenntir sínar. Það er raunar hreint ekki sjálfgefið að nágrannaþjóðir okkar eigi svo gamlar  bókmenntir.

Lesa meira