Auður Þorbergsdóttir, 1933 – 2023

[Þessi grein var birt í Morgunblaðinu í tilefni af útför Auðar þann 9. febrúar 2023 og einnig birt svolítið breytt hér.]

            Mig langar að minnast hér frænku minnar Auðar Þorbergsdóttur með nokkrum orðum.

Auður Þorbergsdóttir. Hún er fyrir miðju. Myndin er tekin í október 2022 og hana tók Elvar Örn Egilsson, ljósmyndari.
Lesa meira

Þór Þorbergsson, 1936 – 2022

[Þegar pabbi minn dó þurfti ég að taka saman stutt æviágrip til að láta fylgja með minningargreinum í Morgunblaðinu. Ég þurfti svo að stytta æviágripið mjög. Mér datt í hug að birta æviágripið hér óstytt. Þegar ég fór að ganga frá því hér til birtingar stóðst ég ekki mátið að bæta svolitlu efni við hér og þar.]

            Þór Þorbergsson fæddist þann 1. desember 1936. Foreldrar hans voru þau Þorbergur Friðriksson (1899–1941) stýrimaður og Guðrún Símonardóttir Bech (1904–1991) húsfreyja. Þorbergur var ættaður úr Mýrdalnum en Guðrún Bech úr Kjósinni og af Snæfellsnesi.

Lesa meira

85 ára afmæli pabba

Í dag á pabbi, Þór Þorbergsson, áttatíu og fimm ára afmæli. Mamma, Arnfríður Margrét Hallvarðsdóttir, og pabbi giftust fyrir rúmum sextíu árum. Á þeim langa tíma hafa þau auðvitað ratað saman í ýmis ævintýri. Eitt af þessum ævintýrum voru árin á Skriðuklaustri. Þar var pabbi bústjóri tilraunabús í landbúnaði í meira en áratug.

Lesa meira