Svo ég segi þetta nú bara á góðri íslensku

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 3. apríl 2019. Hún birtist þar svona.]

Ég kveikti á útvarpinu áðan og þar var kona að lýsa hugðarefnum sínum. Og þegar hún lýsti þeim, talaði hún um að nú á dögum ættu sér stað svo miklar breytingar, og að við ættum ekki orð yfir svo margt sem væri að gerast, og þyrftum að undirbúa unga fólkið fyrir allt öðru vísi veröld en þá sem við lifum í núna. Vegna þessara breytinga sagði hún að það væri svo nauðsynlegt að vera „agjæl“, eins og það héti „í fræðunum“.

Lesa meira