Heimskan er smitandi

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 25. mars 2020. Hún birtist þar svona.]

Donald_J._Trump_with_Goya_products_on_the_Resolute_Desk_in_the_White_House.jpg (1080×720)
Donald Trump auglýsir matvæli í forsetaskrifstofu (Oval office) Hvíta hússins þann 15. júlí 2020. Ath. myndin birtist ekki með þegar greinin var upphaflega birt á Stundinni. Opinber mynd frá Hvíta húsinu, fengin af wikimedia commons.***)

Hann Gunnar Smári var að nefna það á facebooksíðu sinni, að heimskan sé smitandi. Hann sagði orðrétt: „Auðvitað er fólk misjafnlega af guði gert, en heimska er fyrst og fremst félagslegur smitsjúkdómur.“ Ég hef einmitt verið að hugsa alveg það sama líka. Tilefnin eru dapurleg. Ég held að ég sé ekki alveg samstíga Gunnari Smára í stjórnmálum, og þau tilefni sem vekja mínar vangaveltur um þessi efni eru kannski önnur en hans, nefnilega tíðindi frá útlöndum.

Lesa meira

Falleg bíómynd í Bíó Paradís

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 31. janúar 2020. Hún birtist þar svona.]

Falleg bíómynd í Bíó Paradís

Í gærkvöldi lagði ég leið mína eins og svo oft áður í kvikmyndahúsið Bíó Paradís í miðbæ Reykjavíkur. Að þessu sinni til að sjá mynd á franskri kvikmyndahátíð, myndina Deux moi, eftir leikstjórann Cédric Klapisch. Ég vissi næstum ekkert um myndina áður en ég fór annað það sem stendur í kynningartexta undir ljósmynd af aðalleikurunum François Civil og Ana Girardo í hlutverki söguhetjanna Rémy og Mélanie:

Lesa meira

Lífleg íslensk kvikmynd

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni sunnudaginn 27. maí 2018. Hún birtist þar svona.]

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson leikstjóra sem frumsýnd var á dögunum í Háskólabíói er lífleg kvikmynd og skemmtileg. Mér sýnist mega lýsa henni sem blöndu af hasarmynd og grínmynd. Það er líka í henni þjóðfélagsádeila. Og hún er á ýmsan hátt óvenjulega frískleg. Þannig er kvikmyndatónlistin til dæmis flutt af tónlistarfólki í mynd, það kemur sér fyrir á heppilegum stöðum í nágrenni við leikarana og bregður á leik og kvikmyndin minnir þannig á frjálslegar uppfærslur í leikhúsi. Þetta gera kvikmyndagerðarmenn reyndar einstöku sinnum en í svipinn man ég ekki eftir þessu stílbragði í íslenskri kvikmynd.

Lesa meira

Fyrsta bloggið á Stundinni

[Þessi grein birtist áður á Stundinni 8. júní 2015. Hér er tengill á hana á upphaflegum stað: ]

Þetta er fyrsta bloggið mitt á Stundinni. Það má því spyrja: hvað gengur höfundi til? Ég hef lítið gert af því að blogga til þessa. Ég bjó til lítið blogg fyrir fáeinum árum, þegar ég bauð mig fram til Stjórnlagaþings ásamt rúmlega fimmhundruð öðrum frambjóðendum. Ég hætti svo að blogga eftir að úrslit lágu fyrir. Ég hef líka stöku sinnum sinnum skrifað smágreinar í blöðin. En hvers vegna blogg?

Lesa meira