[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 25. mars 2020. Hún birtist þar svona.]
Hann Gunnar Smári var að nefna það á facebooksíðu sinni, að heimskan sé smitandi. Hann sagði orðrétt: „Auðvitað er fólk misjafnlega af guði gert, en heimska er fyrst og fremst félagslegur smitsjúkdómur.“ Ég hef einmitt verið að hugsa alveg það sama líka. Tilefnin eru dapurleg. Ég held að ég sé ekki alveg samstíga Gunnari Smára í stjórnmálum, og þau tilefni sem vekja mínar vangaveltur um þessi efni eru kannski önnur en hans, nefnilega tíðindi frá útlöndum.
Lesa meira