[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 21. ágúst 2020. Hún birtist þar svona .]
Á þeim umbrotatímum sem við lifum núna hafa orðið margvíslegar breytingar á mörkum einkalífs og opinbers lífs. Félagsmiðlar eru eitt dæmi um slíkt. Nú getur hver sem er á vissan hátt rekið sinn eigin fjölmiðil og greint þar frá einkamálum sínum eða fjallað um stjórnmál, allt eftir sínu höfði. Og þar blandar fólk á stundum saman einkamálum og opinberum málum eins og ekkert sé eðlilegra. Annað dæmi er hin nýja stétt áhrifavalda svonefndra, fólks sem segir frá einkalífi sínu opinberlega en hefur gjarna vörur með tiltekin vörumerki á áberandi stað í frásögninni. Eigendur þessara vörumerkja borga svo áhrifavaldinum fyrir greiðasemina. Áhrifavaldurinn blandar þannig einkalífi sínu saman við opinbert líf sem persóna í auglýsingu.
Lesa meira