Stjórnmálamenn, kvittanir og kostaðar auglýsingar

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 21. ágúst 2020. Hún birtist þar svona .]

Á þeim umbrotatímum sem við lifum núna hafa orðið margvíslegar breytingar á mörkum einkalífs og opinbers lífs. Félagsmiðlar eru eitt dæmi um slíkt. Nú getur hver sem er á vissan hátt rekið sinn eigin fjölmiðil og greint þar frá einkamálum sínum eða fjallað um stjórnmál, allt eftir sínu höfði. Og þar blandar fólk á stundum saman einkamálum og opinberum málum eins og ekkert sé eðlilegra. Annað dæmi er hin nýja stétt áhrifavalda svonefndra, fólks sem segir frá einkalífi sínu opinberlega en hefur gjarna vörur með tiltekin vörumerki á áberandi stað í frásögninni. Eigendur þessara vörumerkja borga svo áhrifavaldinum fyrir greiðasemina. Áhrifavaldurinn blandar þannig einkalífi sínu saman við opinbert líf sem persóna í auglýsingu.

Lesa meira

Farsóttarvarnir eru landvarnir

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þriðjudaginn 18. ágúst 2020. Hún birtist þar svona.]

Svo virðist sem ýmsir landsmenn sjái nú ofsjónum yfir því, að fólk sem hingað kemur frá útlöndum þurfi að vera í sóttkví í fimm daga við komu landsins, og gefa lífsýni við komu og við lok fimm daga tímabilsins. Það er engu líkara en að þetta fólk haldi að það sé hægt að skipa veirunni að halda sér frá landinu, eða að það haldi að læknarnir kunni að lækna allar meinsemdir sem hún kann að valda. En það er öðru nær: Veiran virðir engin landamæri.

Lesa meira

Ráðherra og auglýsingar

[Þessa færslu setti ég á facebook 18. ágúst 2020. Þremur dögum síðar birti ég stutta blogggrein á Stundinni þar sem tilefni er skýrt nánar. Sú grein er líka aðgengileg hér.]

Hvað get ég hafa misskilið um upphlaup helgarinnar? Þórdís ráðherra fór að skemmta sér með vinkonum sínum og lék um leið í kostaðri auglýsingu. Hún braut líka sóttvarnarreglur sem gilda um okkur öll. Þegar hátternið vakti ekki hrifningu almennings sá hún eftir

Lesa meira

Pólitíkin ræður, fagmennirnir greinilega ekki

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 10. ágúst 2020. Hún birtist þar svona.]

Upplýstur almenningur veit að farsóttir eins og sú sem nú geisar hér í landinu eru alvarlegt mál. Upplýstur almenningur veit líka að veirur spyrja ekki um landamæri og hlusta ekki á það sem stjórnmálamenn segja, heldur smitast bara á milli manna þegar þeir hittast. Og þær gera það án þess að nokkur viti. Og þær smitast helst ekki nema þegar menn hittast, og smitast helst bara þegar menn nálgast meira en svo að tveir metrar séu á milli þeirra. Þetta vita þau sem halda um stjórnartauma á Íslandi eins vel og allir aðrir. Stjórnvöld hér vita að þau geta ekki sagt veirunni fyrir verkum, eins og þau segja ríkisstarfsmönnunum fyrir verkum. Þess vegna hafa þau sagt sem svo: „Hér á Íslandi hlustum við á sérfræðingana og látum þá um að finna lausn á þessum erfiða vanda.“

Lesa meira

Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 7. júlí 2021. Hún birtist þar svona.]

Mál Kára Stefánssonar, Íslenskrar erfðagreiningar og forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur er forvitnilegt. Íslensk erfðagreining hefur skimað tugþúsundir Íslendinga íslenska ríkinu að kostnaðarlausu, en forsætisráðherra lætur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einkafyrirtækið sinni þessu verkefni áfram. En þar kom að þolinmæði einkafyrirtækisins brast. 

Lesa meira