Aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi

[Þessi áskorun eða hugvekja birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 11. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Nú þarf að breyta sóttvarnarlögum hið bráðasta. Herða á sóttvörnum á landamærum landsins. Þegar sóttvarnir á landamærum hafa verið hertar og allir sem hingað koma þurfa að dvelja nógu lengi á sóttkvíarhótelum til þess að smithætta verði hverfandi, kemst lífið í landinu í eðlilegt horf. Vissulega með færra ferðafólki. En dvöl í fáeina daga á tilbreytingarlitlu hótelherbergi verður þá aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi utan hótelveggjanna.

Hver getur efast um að það sé þess virði?

Ísland borið saman við fáein önnur eyríki

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 15. mars 2021. Hún birtist þar svona.]

Um daginn hélt ég því fram í pósti hér á Stundinni, að það væri auðveldara fyrir eyríki að verja sig fyrir farsóttum eins og þeirri sem nú leikur lausum hala í veröldinni heldur en fyrir ríki sem eru staðsett á meginlöndum. Tilefni þeirrar umfjöllunar var að Íslendingar virðast telja árangur sinn í sóttvarnarmálum vera alveg einstakan á heimsvísu. Slíkt er að vísu alveg saklaust auk þess sem það er auðvitað alvanalegt.

Lesa meira

Bókmenntahúsi við Laugaveg lokað

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 14. október 2020. Hún birtist þar svona.]

Laugavegur 17, þar sem Bókmenntafélag Máls og menningar rak lengi bókaverslun. Myndina tók undirritaður sunnudaginn 11. október 2020.

Fyrir okkur Íslendinga er erfitt að ofmeta mikilvægi miðbæjarins í Reykjavík. En það er auðvelt að rökstyðja að miðbærinn sé að vissu leyti einn merkilegasti staður sem fyrirfinnst í landinu. Nefna má að miðbærinn í Reykjavík er eina eiginlega borgarumhverfið sem til er á Íslandi. Allir aðrir staðir eru ýmist úthverfi eða misstórir kaupstaðir, kauptún og þorp, eða sveitabæir og loks óbyggðir af ýmsum gerðum.  

Lesa meira