Stofudrama af bestu gerð

            Í gærkvöldi fór ég og sá kvikmyndina/leikritið Skylight eftir David Hare, en myndin er sýnd í Bíó Paradís. Orðið skylight merkir ýmist þakgluggi, ljóri, eða lýsing af himni ofan, himinskin, birta að ofan. Höfundur leikritsins, David Hare, f. 1947, er eitt frægasta leikskáld Breta, en einnig kvikmyndahandritshöfundur og leikstjóri bæði kvikmynda og í leikhúsi. Leikritið var fyrst sýnt árið 1995 og þá léku þau Michael Gambon og Lia Williams aðalhlutverkin. Leikritið var svo sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1998 undir nafninu Ofanljós. Leikendur voru þau Þorsteinn Gunnarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Friðrik Friðriksson. Kristín Jóhannesdóttir var leikstjóri en Árni Ibsen þýddi verkið.

            Í gærkvöldi sá ég kvikmyndaða uppfærslu National Theatre Live á leikritinu. Aðalhlutverk voru í höndum Carey Mulligan og Bill Nighy, en þriðja hlutverkið var í höndum Matthew Beard. Leikstjórar voru Stephen Daldry og Robin Lough, en ég reikna með að sá síðarnefndi hafi stýrt kvikmyndalegri hlið málsins, þar sem Daldry var sá leikstjóri sem setti verkið upp í leikhúsinu sjálfu.

[Skjáskot af plakati leikhúsuppfærslunnar 2014.]

Lesa meira