Fallin lauf, nýja myndin eftir Aki Kaurismäki sem nú er sýnd í Bíó Paradís, er alveg bráðfín. Myndin var frumsýnd nú í ár. Hún heitir Kuolleet lehdet á frummálinu og er kölluð Fallen leaves á alþjóðamálinu. Ég er ekki hissa á að þessi mynd hafi fengið mörg verðlaun. Hún fjallar aðallega um þunglyndan og drykkfelldan málmiðnaðarmann í Helsinki sem heitir Holappa og búðarkonuna Önsu (Ansa). Þau missa bæði vinnuna í myndinni og þurfa að takast á við ýmsa erfiðleika.
Lesa meiraFalleg bíómynd í Bíó Paradís
[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 31. janúar 2020. Hún birtist þar svona.]
Í gærkvöldi lagði ég leið mína eins og svo oft áður í kvikmyndahúsið Bíó Paradís í miðbæ Reykjavíkur. Að þessu sinni til að sjá mynd á franskri kvikmyndahátíð, myndina Deux moi, eftir leikstjórann Cédric Klapisch. Ég vissi næstum ekkert um myndina áður en ég fór annað það sem stendur í kynningartexta undir ljósmynd af aðalleikurunum François Civil og Ana Girardo í hlutverki söguhetjanna Rémy og Mélanie:
Lesa meiraBernska Ívans eftir Andrei Tarkovskí
[Stöðufærsla á facebook, mánudaginn 11. september 2017.]
Ég fór í gærkvöldi að sjá kvikmyndina Bernska Ívans eftir Tarkovskí. Hún var sýnd í Bíó Paradís. Kvikmyndin segir frá barni eða unglingspilti, Ívan, sem er áhugasamur um að taka þátt í stríðinu með Rauða hernum gegn þýska hernum í seinni heimsstyrjöldinni.
Lesa meiraKonur Mari þjóðarinnar
[Þessa færslu birti ég á facebook laugardaginn 12. september 2015.]
Ég má til með að segja frá merkilegri kvikmynd sem ég sá í gærkvöldi. Hún er sýnd á rússneskri kvikmyndahátið, og segir frá fólki af Mari-þjóðinni. Mari þjóðin er um það bil tvöfalt fjölmennari en Íslendingar og talar fallegt tungumál sem talað er í kvikmyndinni. Tungumálið heitir líka Mari.
Lesa meira