Fallin lauf, nýja myndin eftir Aki Kaurismäki sem nú er sýnd í Bíó Paradís, er alveg bráðfín. Myndin var frumsýnd nú í ár. Hún heitir Kuolleet lehdet á frummálinu og er kölluð Fallen leaves á alþjóðamálinu. Ég er ekki hissa á að þessi mynd hafi fengið mörg verðlaun. Hún fjallar aðallega um þunglyndan og drykkfelldan málmiðnaðarmann í Helsinki sem heitir Holappa og búðarkonuna Önsu (Ansa). Þau missa bæði vinnuna í myndinni og þurfa að takast á við ýmsa erfiðleika.
Lesa meira