Ráðherra og auglýsingar

[Þessa færslu setti ég á facebook 18. ágúst 2020. Þremur dögum síðar birti ég stutta blogggrein á Stundinni þar sem tilefni er skýrt nánar. Sú grein er líka aðgengileg hér.]

Hvað get ég hafa misskilið um upphlaup helgarinnar? Þórdís ráðherra fór að skemmta sér með vinkonum sínum og lék um leið í kostaðri auglýsingu. Hún braut líka sóttvarnarreglur sem gilda um okkur öll. Þegar hátternið vakti ekki hrifningu almennings sá hún eftir

að auglýsingamyndirnar, sem voru forsenda þess að þær vinkonurnar fóru út að skemmta sér, voru teknar og birtar í fjölmiðlum. Á fundi þríeykisins í kjölfarið var sóttvarnarreglum snarlega breytt, þannig að 2 metra reglan var afnumin, þó að kannski gildi hún enn að mestu á milli bláókunnugs fólks. Lögum og reglum má yfirleitt ekki breyta afturvirkt, enda hét breytingin “leiðrétting” í munni lögregluþjónsins og sóttvarnarlæknisins. Já, og svo má ekki gleyma því að eitthvert ráðuneytisfólk mun hafa gefið út yfirlýsingu um að það brjóti ekki gegn siðareglum að ráðherrar leiki í auglýsingum. Hvernig eigum við að taka tilmælum frá þessu fólki í framhaldinu?