[Þegar pabbi minn dó þurfti ég að taka saman stutt æviágrip til að láta fylgja með minningargreinum í Morgunblaðinu. Ég þurfti svo að stytta æviágripið mjög. Mér datt í hug að birta æviágripið hér óstytt. Þegar ég fór að ganga frá því hér til birtingar stóðst ég ekki mátið að bæta svolitlu efni við hér og þar.]
Þór Þorbergsson fæddist þann 1. desember 1936. Foreldrar hans voru þau Þorbergur Friðriksson (1899–1941) stýrimaður og Guðrún Símonardóttir Bech (1904–1991) húsfreyja. Þorbergur var ættaður úr Mýrdalnum en Guðrún Bech úr Kjósinni og af Snæfellsnesi.
Lesa meira