Kristján Þorvaldsson, 1962 – 2023

[Styttri minningargrein um Kristján var birt samtímis í Morgunblaðinu.]

Það er þversagnakennt að nái fólk að lifa nógu lengi, áttar það sig á að ævin er ósköp stutt. En fólk sem ekki hefur ekki lifað lengi heldur að lífið sé langt. Þegar við Kristján kynntumst héldum við að lífið væri langt.

[Kristján og Oddný Vestmann á góðri stundu. Myndin er fengin af facebooksíðu Kristjáns og birt með leyfi Oddnýjar.]

Lesa meira

Framfarir í sorphirðumálum

[Þessi færsla birtist fyrst á facebook þann 13. ágúst 2023.]

Eitt af því sem hefur glatt mig undanfarið eru framfarir sem nú eiga sér stað í sorphirðumálum á höfuðborgarsvæðinu. Mold og jarðvegur eru ein mikilvægasta auðlind jarðarbúa, enda spretta matvælin með einum eða öðrum hætti af mold og jarðvegi, sem fær að njóta sólar, vætu og frjósamra fræja. Það eru áratugir síðan það fór að fara ósegjanlega í taugarnar á mér að geta ekki á handhægan hátt losnað við lífrænt sorp með þeim hætti að úr því yrði mold á ný, eins og eðlilegt er að gerist.

Lesa meira

Myndin af Árna Magnússyni

            Mér áskotnaðist forvitnileg bók nú í sumar. Hún heitir Isländische Grammatik og er eftir þýska málfræðinginn Bruno Kress (1907–1997). Þó að bókin sé mjög forvitnileg þóttist ég vita að Má Jónssyni fornvini mínum þætti meiri fengur í henni en mér, enda skrifaði afi hans bókina. Ég vissi ekki hvort Már ætti eintak af henni. Við höfum lítið hist undanfarið. Við fórum að vísu nýlega í göngutúr og svo fórum við saman á opnun Húss íslenskra fræða nú í vor.  En um daginn heimsótti ég Má og hafði bókina með mér.

Lesa meira

Gert við gamla Seiko úrið

[Þessi færsla birtist fyrst á facebook 4. maí 2023.]

Ég sagði frá því hér í gær, að gamla Seiko úrið mitt (framleitt í nóvember 1984) hefði verið dæmt ónýtt af nýjum umboðsaðila Seiko hér á landi, enda fengist nauðsynlegur varahlutur í það ekki lengur hjá verksmiðjunum.

Lesa meira