Fyrsta bloggið á Stundinni

[Þessi grein birtist á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni 8. júlí 2015. Hún birtist þar svona.]

Þetta er fyrsta bloggið mitt á Stundinni. Það má því spyrja: hvað gengur höfundi til? Ég hef lítið gert af því að blogga til þessa. Ég bjó til lítið blogg fyrir fáeinum árum, þegar ég bauð mig fram til Stjórnlagaþings ásamt rúmlega fimmhundruð öðrum frambjóðendum. Ég hætti svo að blogga eftir að úrslit lágu fyrir. Ég hef líka stöku sinnum sinnum skrifað smágreinar í blöðin. En hvers vegna blogg?

Lesa meira

Almannafjármögnun

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu þann 13. júní 2009. Hún birtist þar svona og svona. Greinin lýsir aðferð fyrir almenning til að fjármagna hugðarefni sín og til að stofna fyrirtæki. Nokkrum árum áður kynnti ég þessa hugmynd fyrir Landsbanka og KB banka, einkavæddum bönkum. Ekki varð úr að bankarnir kæmu í lið með mér við að stofna svona almannafjármögnunarfyrirtæki. Í kjölfar hrunsins kynnti ég hugmyndina svo opinberlega, til að auðvelda nýsköpun í efnahagslífinu. Um svipað leyti virðist hafa komið fram áþekkt fyrirtæki erlendis og svo nokkrum árum síðar hér á Íslandi, nefnilega Karolina Fund.]

ÞAÐ hefur alltaf verið mikilvægt að fara vel með fé. Það er jafnvel enn mikilvægara nú en venjulega, þegar margir missa vinnuna og þurfa að lifa spart.

Lesa meira

Reyðarál og þjóðarhagur

[Erindi sem flutt var á ráðstefnu Landverndar um matsskýrslur um ýmis áhrif framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál. Ráðstefnan var haldin á Grand Hótel þann 7. júní 2001. Ég var ásamt Þórólfi Matthíassyni hagfræðingi og Ívari Jónssyni félagsfræðingi í rýnihópi sem rýndi í skýrslu um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif álvers og virkjunar. Niðurstaða okkar var sú að sú skýrsla væri ekki fullunnin, en við höfðum haft stuttan tíma til að rýna hana, enda kom hún ekki út fyrr en 25. maí sama ár. Þær athugasemdir sem fylgja hér á eftir kom ég fram með í eigin nafni. Þessar athugasemdir, ásamt athugasemdum félaga minna í rýnihópnum við skýrsluna og samantekt á öllum niðurstöðum rýnihópa Landverndar eru aðgengilegar hér ]

Tilefni þessara athugasemda eru nokkrar skýrslur sem fjalla um samfélagslegan og efnahagslegan kostnað og ábata af Kárahnjúkavirkjun og af Reyðaráli. Rýnir kom að þessu verkefni á aðeins annan hátt en þeir rýnar sem hér hafa talað, og athugasemdirnar snúa aðeins að ákveðnum forsendum sem skýrsluhöfundar hafa gefið sér í vinnu sinni.

Lesa meira

Um veiðileyfagjald

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu þann 13. október 1996. Hún birtist þar svona og svona.]

ANDSTÆÐINGAR veiðileyfagjalds hafa borið fram margvíslegar röksemdir gegn því. Þeir hafa til dæmis mótmælt þeirri útfærslu veiðileyfagjaldanna, að þau verði látin renna beint til ríkissjóðs. Sumir þeirra segja að þjóðareign sé óskilgreint fyrirbæri sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu við ríkiseign. Samt virðast flestir ganga út frá því að ef arðurinn af fiskveiðiréttindunum verður færður til þjóðarinnar, eins og réttmætt er, muni hann renna beint í ríkissjóð. Á þeirri hugmynd sjá svo margir ýmsa galla.

Lesa meira