Ráðherra og auglýsingar

[Þessa færslu setti ég á facebook 18. ágúst 2020. Þremur dögum síðar birti ég stutta blogggrein á Stundinni þar sem tilefni er skýrt nánar. Sú grein er líka aðgengileg hér.]

Hvað get ég hafa misskilið um upphlaup helgarinnar? Þórdís ráðherra fór að skemmta sér með vinkonum sínum og lék um leið í kostaðri auglýsingu. Hún braut líka sóttvarnarreglur sem gilda um okkur öll. Þegar hátternið vakti ekki hrifningu almennings sá hún eftir

Lesa meira

Pólitíkin ræður, fagmennirnir greinilega ekki

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 10. ágúst 2020. Hún birtist þar svona.]

Upplýstur almenningur veit að farsóttir eins og sú sem nú geisar hér í landinu eru alvarlegt mál. Upplýstur almenningur veit líka að veirur spyrja ekki um landamæri og hlusta ekki á það sem stjórnmálamenn segja, heldur smitast bara á milli manna þegar þeir hittast. Og þær gera það án þess að nokkur viti. Og þær smitast helst ekki nema þegar menn hittast, og smitast helst bara þegar menn nálgast meira en svo að tveir metrar séu á milli þeirra. Þetta vita þau sem halda um stjórnartauma á Íslandi eins vel og allir aðrir. Stjórnvöld hér vita að þau geta ekki sagt veirunni fyrir verkum, eins og þau segja ríkisstarfsmönnunum fyrir verkum. Þess vegna hafa þau sagt sem svo: „Hér á Íslandi hlustum við á sérfræðingana og látum þá um að finna lausn á þessum erfiða vanda.“

Lesa meira

Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 7. júlí 2021. Hún birtist þar svona.]

Mál Kára Stefánssonar, Íslenskrar erfðagreiningar og forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur er forvitnilegt. Íslensk erfðagreining hefur skimað tugþúsundir Íslendinga íslenska ríkinu að kostnaðarlausu, en forsætisráðherra lætur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einkafyrirtækið sinni þessu verkefni áfram. En þar kom að þolinmæði einkafyrirtækisins brast. 

Lesa meira

Heimskan er smitandi

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 25. mars 2020. Hún birtist þar svona.]

Donald_J._Trump_with_Goya_products_on_the_Resolute_Desk_in_the_White_House.jpg (1080×720)
Donald Trump auglýsir matvæli í forsetaskrifstofu (Oval office) Hvíta hússins þann 15. júlí 2020. Ath. myndin birtist ekki með þegar greinin var upphaflega birt á Stundinni. Opinber mynd frá Hvíta húsinu, fengin af wikimedia commons.***)

Hann Gunnar Smári var að nefna það á facebooksíðu sinni, að heimskan sé smitandi. Hann sagði orðrétt: „Auðvitað er fólk misjafnlega af guði gert, en heimska er fyrst og fremst félagslegur smitsjúkdómur.“ Ég hef einmitt verið að hugsa alveg það sama líka. Tilefnin eru dapurleg. Ég held að ég sé ekki alveg samstíga Gunnari Smára í stjórnmálum, og þau tilefni sem vekja mínar vangaveltur um þessi efni eru kannski önnur en hans, nefnilega tíðindi frá útlöndum.

Lesa meira

Falleg bíómynd í Bíó Paradís

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 31. janúar 2020. Hún birtist þar svona.]

Falleg bíómynd í Bíó Paradís

Í gærkvöldi lagði ég leið mína eins og svo oft áður í kvikmyndahúsið Bíó Paradís í miðbæ Reykjavíkur. Að þessu sinni til að sjá mynd á franskri kvikmyndahátíð, myndina Deux moi, eftir leikstjórann Cédric Klapisch. Ég vissi næstum ekkert um myndina áður en ég fór annað það sem stendur í kynningartexta undir ljósmynd af aðalleikurunum François Civil og Ana Girardo í hlutverki söguhetjanna Rémy og Mélanie:

Lesa meira