Tvö hundruð vikur án víns og vínanda

            Íslendingar geta búist við að lifa í 82 til 83 ár samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Það gera rúmlega 30 þúsund daga, eða um 30.100 daga. Þeir tímamælikvarðar sem við miðum líf okkar hvað mest við eru mínúta, klukkustund, dagur, vika, mánuður, ár. Þar er vikan, sjö dagar, sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur og svo framvegis, mjög algengur mælikvarði. Vikan er nærtækur mælikvarði á þann tíma sem við eigum í vændum, svona alveg á næstunni, í bráð, ef svo má segja.

Lesa meira

85 ára afmæli pabba

Í dag á pabbi, Þór Þorbergsson, áttatíu og fimm ára afmæli. Mamma, Arnfríður Margrét Hallvarðsdóttir, og pabbi giftust fyrir rúmum sextíu árum. Á þeim langa tíma hafa þau auðvitað ratað saman í ýmis ævintýri. Eitt af þessum ævintýrum voru árin á Skriðuklaustri. Þar var pabbi bústjóri tilraunabús í landbúnaði í meira en áratug.

Lesa meira

Sýning Steingríms Eyfjörðs í Listasafni Reykjanesbæjar

Tegund: Guðs eigið land. Verkið heitir The Wild Bunch. Steingrímur Eyfjörð 2001. Símamynd: ÞÞ

[Ég birti þessa stuttu grein fyrst 21. ágúst 2021, en bætti við fáeinum orðum daginn eftir, 22. ágúst. Sama dag birti ég nánast sömu grein sem blogggrein á Stundinni, sjá hér. En ég fékk bakþanka þann 23. ágúst og skrifaði smá kafla sem ég bæti við aftast, með svolítilli leiðréttingu.]

Ég gerði loksins verk úr því að skreppa til Keflavíkur í dag. Hún Helga Þórsdóttir stýrir þar Listasafni Reykjanesbæjar með miklum brag, og hann Steingrímur Eyfjörð er með skemmtilega sýningu þar í tveimur

Lesa meira

Heimasíðan mín. Eða á maður að kalla þetta vefsetur?

Undanfarið hef ég notið aðstoðar Kolbrúnar Karlsdóttur vefhönnuðar við að koma mér upp eigin vefsetri. Tilgangurinn er að koma á einn stað ýmislegu sem ég hef skrifað um ævina og birt eða kynnt með öðrum hætti. En líka til að hafa vettvang til að birta ýmislegt efni sem kannski á ekki erindi á víðlesna fréttamiðla eins og dagblöðin eða fréttamiðilinn Stundina, en getur þó átt eitthvert erindi til ýmissa lesenda sem vilja lesa það sem ég skrifa.

Kolbrún Kristín Karlsdóttir, vefhönnuður.
Lesa meira