Víkurgarður

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 18. febrúar 2019. Hún birtist þar svona.]

Fólk skiptist nokkuð í fylkingar vegna deilu um Víkurgarð, eða kirkjugarðinn í kringum Víkurkirkju. Víkurkirkja var kölluð svo, vegna þess að hún var kirkjan í Vík, það er að segja í Reykjavík. Þessi kirkja stóð frá öndverðu fyrir framan bæjarstæði frá landnámsöld þar sem nú er hótel við Aðalstræti í Reykjavík. Síðast var byggð kirkja þar árið 1724, hana byggði Brandur Bjarnhéðinsson bóndi í Vík.

Lesa meira

Góð viðbót í bókaskápinn

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 20. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Góð viðbót í bókaskápinn
Myndin sýnir hluta af titilsíðu Íslendingasagna í útgáfu Saga forlags, Reykjavík 2018.

Eitt helsta sérkenni Íslendinga er að þeir eru almennt læsir á átta til níu hundruð ára gamlan þjóðlegan bókmenntaarf. Slíkt er óvenjulegt, sem sést best á því að ekki er viðlit fyrir almenning í helstu nágrannalöndum okkar að lesa ámóta gamlar fornbókmenntir sínar. Það er raunar hreint ekki sjálfgefið að nágrannaþjóðir okkar eigi svo gamlar  bókmenntir.

Lesa meira

Lífleg íslensk kvikmynd

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni sunnudaginn 27. maí 2018. Hún birtist þar svona.]

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson leikstjóra sem frumsýnd var á dögunum í Háskólabíói er lífleg kvikmynd og skemmtileg. Mér sýnist mega lýsa henni sem blöndu af hasarmynd og grínmynd. Það er líka í henni þjóðfélagsádeila. Og hún er á ýmsan hátt óvenjulega frískleg. Þannig er kvikmyndatónlistin til dæmis flutt af tónlistarfólki í mynd, það kemur sér fyrir á heppilegum stöðum í nágrenni við leikarana og bregður á leik og kvikmyndin minnir þannig á frjálslegar uppfærslur í leikhúsi. Þetta gera kvikmyndagerðarmenn reyndar einstöku sinnum en í svipinn man ég ekki eftir þessu stílbragði í íslenskri kvikmynd.

Lesa meira

„Íslendingar vilja bara tala ensku…“

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á Stundinni, miðvikudaginn 9. maí 2018. Hún birtist þar svona.]

Þegar ég fór í sund um daginn vildi svo óvenjulega til að það voru næstum engir gestir í sundlauginni.  Ég fór í heita pottinn, og þar var fyrir ein kona, sem heilsaði, og ég heyrði einhvern veginn á röddinni eða á framburðinum að hún væri ekki íslensk. Framburðurinn var samt mjög góður og setningin fullkomin að gerð.  Ég heilsaði auðvitað líka. 

Lesa meira

Gestrisni á sér sín eðlilegu takmörk

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þriðjudaginn 8. maí 2018. Hún birtist þar svona.]

Það er býsna almennt viðhorf í landinu að þjóðin eigi að bjóða nýbúa og gesti velkomna til landsins.  Þetta er gott viðhorf.  Það er frábært þegar fólk utan úr heimi vill leggja okkur lið við að byggja hér upp gott samfélag.  Við eigum að fagna því. Það er raunar ekki svo

Lesa meira