Sýning Steingríms Eyfjörðs í Listasafni Reykjanesbæjar

Tegund: Guðs eigið land. Verkið heitir The Wild Bunch. Steingrímur Eyfjörð 2001. Símamynd: ÞÞ

[Ég birti þessa stuttu grein fyrst 21. ágúst 2021, en bætti við fáeinum orðum daginn eftir, 22. ágúst. Sama dag birti ég nánast sömu grein sem blogggrein á Stundinni, sjá hér. En ég fékk bakþanka þann 23. ágúst og skrifaði smá kafla sem ég bæti við aftast, með svolítilli leiðréttingu.]

Ég gerði loksins verk úr því að skreppa til Keflavíkur í dag. Hún Helga Þórsdóttir stýrir þar Listasafni Reykjanesbæjar með miklum brag, og hann Steingrímur Eyfjörð er með skemmtilega sýningu þar í tveimur

Lesa meira

„Allavega að koma í veg fyrir að við sjálf smitumst.“

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 21. júlí 2021. Hún birtist þar svona. Ég setti hana hér inn þremur dögum síðar, þann 24. júlí.]

Nú er hafin fjórða bylgja covid 19 farsóttarinnar miklu, sem fyrst varð vart hér á landi þann 28. febrúar í fyrra. Sagt er að nýtt afbrigði veirunnar, sem bólusetningar virka ekki mjög vel gegn, svonefnt Delta afbrigði, sé það afbrigði sem smitar tugi manns daglega þessa dagana. Veiran berst um landamærin, en greinist nú úti um allt land í fjölmörgu og sífellt fleira bólusettu, en smituðu fólki sem að vísu virðist ekki allt veikjast jafn mikið og áður var.

Lesa meira

Bólusetningardagurinn

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 20. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Símamynd: Þorbergur Þórsson

Í dag rann upp sá langþráði dagur að ég fékk bólusetningu. Ég fékk boðun nú fyrir helgi, með strikamerki, tímasetningu og leiðbeiningum. Ég átti að mæta kl. hálf fjögur í dag og koma um inngang A í Laugardalshöllinni og fá þar bóluefni frá Pfizer lyfjafyrirtækinu.

Lesa meira

Aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi

[Þessi áskorun eða hugvekja birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 11. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Nú þarf að breyta sóttvarnarlögum hið bráðasta. Herða á sóttvörnum á landamærum landsins. Þegar sóttvarnir á landamærum hafa verið hertar og allir sem hingað koma þurfa að dvelja nógu lengi á sóttkvíarhótelum til þess að smithætta verði hverfandi, kemst lífið í landinu í eðlilegt horf. Vissulega með færra ferðafólki. En dvöl í fáeina daga á tilbreytingarlitlu hótelherbergi verður þá aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi utan hótelveggjanna.

Hver getur efast um að það sé þess virði?

Ísland borið saman við fáein önnur eyríki

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 15. mars 2021. Hún birtist þar svona.]

Um daginn hélt ég því fram í pósti hér á Stundinni, að það væri auðveldara fyrir eyríki að verja sig fyrir farsóttum eins og þeirri sem nú leikur lausum hala í veröldinni heldur en fyrir ríki sem eru staðsett á meginlöndum. Tilefni þeirrar umfjöllunar var að Íslendingar virðast telja árangur sinn í sóttvarnarmálum vera alveg einstakan á heimsvísu. Slíkt er að vísu alveg saklaust auk þess sem það er auðvitað alvanalegt.

Lesa meira