Úrslit Alþingiskosninga á landinu öllu breyttust í Borgarnesi.

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni síðdegis miðvikudaginn 13. október 2021. Sjá má upprunalegu útgáfu færslunnnar hér:]

Enginn veit hvernig þeirri atburðarás sem hófst með uppákomunni í Borgarnesi þann 26. september sl. muni ljúka. Óformleg þingnefnd er önnum kafin við að finna út úr því hvernig unnt sé að leysa hnútinn sem þar varð til.

Lesa meira

Fyrst vitlaus og svo ógild talning

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni að kvöldi laugardagsins 2. október 2021. Hér er orðalag aðeins lagfært, en engar efnislegar breytingar gerðar. Sjá má upprunalegu útgáfu færslunnar hér:]

           Við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi átti sér stað uppákoma sem hafði áhrif á niðurstöðu Alþingiskosninga sem fram fóru í landinu fyrir viku síðan, laugardaginn 26. september sl.

Lesa meira

Ónýt innsigli og endurtalning atkvæða

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni að kvöldi miðvikudagsins 29. september 2021. Sjá má upprunalegu útgáfuna af greininni hér.]

Kjörkassar í Smáralind. Alþingiskosningar 2017. Mynd: Jabbi. Wikimedia commons.*

            Kosningar fara þannig fram að hver maður getur kosið í einu kjördæmi og atkvæði hans ásamt atkvæðum annarra í kjördæminu ráða því hverjir verða kjördæmakjörnir í því kjördæmi. En atkvæði í einu kjördæmi hefur líka áhrif á úthlutun jöfnunarsæta í landinu.

Lesa meira

Farsóttin og úthafið

            [Þessi grein var birt á Stundinni þann 23. ágúst 2021. Hún birtist þar svona.]

            Ég lenti á löngu spjalli við gamlan vin í gærkvöldi. Við töluðum saman í síma eins og fólk gerir á þessum kóvid tímum, hann á líka heima úti á landi. Talið barst að farsóttinni og viðbrögðum Íslendinga við henni. Vinur minn sagði að Íslendingar hefðu nú staðið sig vel. Ég tók eitthvað frekar dræmt undir það. Vissulega hefðu Íslendingar staðið sig betur en þær þjóðir þar sem verst hefur gengið. En Íslendingar hefðu hið stóra Atlantshaf sem sóttvarnargirðingu, fæstar þjóðir byggju svo vel.

Lesa meira