[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 21. júlí 2021. Hún birtist þar svona. Ég setti hana hér inn þremur dögum síðar, þann 24. júlí.]
Nú er hafin fjórða bylgja covid 19 farsóttarinnar miklu, sem fyrst varð vart hér á landi þann 28. febrúar í fyrra. Sagt er að nýtt afbrigði veirunnar, sem bólusetningar virka ekki mjög vel gegn, svonefnt Delta afbrigði, sé það afbrigði sem smitar tugi manns daglega þessa dagana. Veiran berst um landamærin, en greinist nú úti um allt land í fjölmörgu og sífellt fleira bólusettu, en smituðu fólki sem að vísu virðist ekki allt veikjast jafn mikið og áður var.
Lesa meira