Kynferðisbrot og íþróttahreyfingin

[Þessi færsla birtist á facebooksíðu minni að kvöldi föstudagsins 27. ágúst 2021.]

Í gærkvöldi kom fram í viðtali við formann KSÍ að knattspyrnusambandið hylmdi ekki yfir afbrot né þaggaði þau niður. Í fréttum í kvöld kom svo fram að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið ungri konu þagnarskyldusamning. Þarna stangast eitthvað á. Ég tek ungu konuna

Lesa meira

Farsóttin og úthafið

            [Þessi grein var birt á Stundinni þann 23. ágúst 2021. Hún birtist þar svona.]

            Ég lenti á löngu spjalli við gamlan vin í gærkvöldi. Við töluðum saman í síma eins og fólk gerir á þessum kóvid tímum, hann á líka heima úti á landi. Talið barst að farsóttinni og viðbrögðum Íslendinga við henni. Vinur minn sagði að Íslendingar hefðu nú staðið sig vel. Ég tók eitthvað frekar dræmt undir það. Vissulega hefðu Íslendingar staðið sig betur en þær þjóðir þar sem verst hefur gengið. En Íslendingar hefðu hið stóra Atlantshaf sem sóttvarnargirðingu, fæstar þjóðir byggju svo vel.

Lesa meira

Sýning Steingríms Eyfjörðs í Listasafni Reykjanesbæjar

Tegund: Guðs eigið land. Verkið heitir The Wild Bunch. Steingrímur Eyfjörð 2001. Símamynd: ÞÞ

[Ég birti þessa stuttu grein fyrst 21. ágúst 2021, en bætti við fáeinum orðum daginn eftir, 22. ágúst. Sama dag birti ég nánast sömu grein sem blogggrein á Stundinni, sjá hér. En ég fékk bakþanka þann 23. ágúst og skrifaði smá kafla sem ég bæti við aftast, með svolítilli leiðréttingu.]

Ég gerði loksins verk úr því að skreppa til Keflavíkur í dag. Hún Helga Þórsdóttir stýrir þar Listasafni Reykjanesbæjar með miklum brag, og hann Steingrímur Eyfjörð er með skemmtilega sýningu þar í tveimur

Lesa meira

Heimasíðan mín. Eða á maður að kalla þetta vefsetur?

Undanfarið hef ég notið aðstoðar Kolbrúnar Karlsdóttur vefhönnuðar við að koma mér upp eigin vefsetri. Tilgangurinn er að koma á einn stað ýmislegu sem ég hef skrifað um ævina og birt eða kynnt með öðrum hætti. En líka til að hafa vettvang til að birta ýmislegt efni sem kannski á ekki erindi á víðlesna fréttamiðla eins og dagblöðin eða fréttamiðilinn Stundina, en getur þó átt eitthvert erindi til ýmissa lesenda sem vilja lesa það sem ég skrifa.

Kolbrún Kristín Karlsdóttir, vefhönnuður.
Lesa meira

Hlífum börnunum

[Þessa færslu skrifaði ég sem stöðufærslu á facebooksíðu mína fimmtudagskvöldið 5. ágúst 2021.]

Tæplega 60 þúsund börn eru 16 ára eða yngri í landinu. Þau eru langflest óbólusett. Þá eru rúmlega 26 þúsund manns í landinu sem eru eldri en 16 ára og óbólusett. Samtals er þetta um 86 þúsund manns sem geta farið illa út úr kóvid. Talað er um að sjúkdómurinn virki vægar á börn, en þetta er ekki vitað til fulls.

Lesa meira