Kristján Þorvaldsson, 1962 – 2023

[Styttri minningargrein um Kristján var birt samtímis í Morgunblaðinu.]

Það er þversagnakennt að nái fólk að lifa nógu lengi, áttar það sig á að ævin er ósköp stutt. En fólk sem ekki hefur ekki lifað lengi heldur að lífið sé langt. Þegar við Kristján kynntumst héldum við að lífið væri langt.

[Kristján og Oddný Vestmann á góðri stundu. Myndin er fengin af facebooksíðu Kristjáns og birt með leyfi Oddnýjar.]

Lesa meira

Myndin af Árna Magnússyni

            Mér áskotnaðist forvitnileg bók nú í sumar. Hún heitir Isländische Grammatik og er eftir þýska málfræðinginn Bruno Kress (1907–1997). Þó að bókin sé mjög forvitnileg þóttist ég vita að Má Jónssyni fornvini mínum þætti meiri fengur í henni en mér, enda skrifaði afi hans bókina. Ég vissi ekki hvort Már ætti eintak af henni. Við höfum lítið hist undanfarið. Við fórum að vísu nýlega í göngutúr og svo fórum við saman á opnun Húss íslenskra fræða nú í vor.  En um daginn heimsótti ég Má og hafði bókina með mér.

Lesa meira

Gert við gamla Seiko úrið

[Þessi færsla birtist fyrst á facebook 4. maí 2023.]

Ég sagði frá því hér í gær, að gamla Seiko úrið mitt (framleitt í nóvember 1984) hefði verið dæmt ónýtt af nýjum umboðsaðila Seiko hér á landi, enda fengist nauðsynlegur varahlutur í það ekki lengur hjá verksmiðjunum.

Lesa meira

Tillaga um að leggja borgarskjalasafn niður, 3.

Borgarstjóri kom með óvænta og furðulega yfirlýsingu í kvöldfréttum útvarps í gærkvöldi. Samkvæmt fréttinni er tilgangurinn með því að leggja borgarskjalasafn niður og fela verkefnin í hendur Þjóðskjalasafns sá að spara fé. Borgarstjóri sagði svo að rekstur “algerlega sjálfstæðs” borgarskjalasafns myndi kosta um 7,5 til 7,9 milljarða samtals á næstu sjö árum. Borgarstjóri getur ekki átt við annað en að rekstur safnsins í óbreyttri mynd muni kosta þetta.

Lesa meira