[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á Stundinni, miðvikudaginn 9. maí 2018. Hún birtist þar svona.]
Þegar ég fór í sund um daginn vildi svo óvenjulega til að það voru næstum engir gestir í sundlauginni. Ég fór í heita pottinn, og þar var fyrir ein kona, sem heilsaði, og ég heyrði einhvern veginn á röddinni eða á framburðinum að hún væri ekki íslensk. Framburðurinn var samt mjög góður og setningin fullkomin að gerð. Ég heilsaði auðvitað líka.
Lesa meira