Svo ég segi þetta nú bara á góðri íslensku

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni miðvikudaginn 3. apríl 2019. Hún birtist þar svona.]

Ég kveikti á útvarpinu áðan og þar var kona að lýsa hugðarefnum sínum. Og þegar hún lýsti þeim, talaði hún um að nú á dögum ættu sér stað svo miklar breytingar, og að við ættum ekki orð yfir svo margt sem væri að gerast, og þyrftum að undirbúa unga fólkið fyrir allt öðru vísi veröld en þá sem við lifum í núna. Vegna þessara breytinga sagði hún að það væri svo nauðsynlegt að vera „agjæl“, eins og það héti „í fræðunum“.

Lesa meira

Víkurgarður

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni mánudaginn 18. febrúar 2019. Hún birtist þar svona.]

Fólk skiptist nokkuð í fylkingar vegna deilu um Víkurgarð, eða kirkjugarðinn í kringum Víkurkirkju. Víkurkirkja var kölluð svo, vegna þess að hún var kirkjan í Vík, það er að segja í Reykjavík. Þessi kirkja stóð frá öndverðu fyrir framan bæjarstæði frá landnámsöld þar sem nú er hótel við Aðalstræti í Reykjavík. Síðast var byggð kirkja þar árið 1724, hana byggði Brandur Bjarnhéðinsson bóndi í Vík.

Lesa meira

Vesturbæjarlaug

Ég fór í sund í Vesturbæjarlaug annað kvöldið í röð. Þegar ég var að fara út úr byggingunni að afloknu sundinu, heyrðist mér afgreiðslukonan segja við kunningja mína sem stóðu við afgreiðsluborðið, að laugin væri 57 ára gömul í dag. Þetta vakti forvitni mína. Ég lærði að synda í Selfosslaug og seinna í Vesturbæjarlaug og hef því þekkt laugina frá því ég var smástrákur. En ég vissi ekki að hún væri nákvæmlega jafn gömul mér í árum talið. Ég blandaði mér í umræðuna. Ég hafði heyrt rétt, hún var 57 ára. En afgreiðslukonan vissi ekki hvenær byrjað var á framkvæmdum við laugina. Ég vissi það ekki heldur, en ég veit hver byrjaði. Pabbi minn er kominn á þann aldur að rifja upp ævi sína og hann hefur sagt mér frá því þegar hann var sendur til að grafa holu á lóð Vesturbæjarlaugar í gamla daga. Þá vildu menn kanna hvort djúpt væri á fast þar, og sendu ungan og frískan mann á staðinn með skóflu. Pabbi gróf djúpa holu, amk. þriggja metra djúpa og það kom í ljós að þarna var tilvalinn staður fyrir sundlaug. Þegar ég sagði kunningjum mínum og afgreiðslukonunni frá þessu þarna við afgreiðsluborðið, sagði annar kunninginn, að það að grafa holu væri ein „heiðarlegasta vinna“ sem hægt væri að hugsa sér, „jafnvel þótt mokað væri í holuna aftur.“ En ég benti kunningja mínum á, að það væri ekki enn búið að moka ofan í holuna, sem pabbi minn gróf ofan í jörðina fyrir um það bil sextíu árum; við höfðum báðir synt í henni, talsvert stækkaðri, fyrir smástund.

[Stöðufærsla á facebook 25. nóvember 2018. Færð hingað þann 25. nóvember 2021.]

Góð viðbót í bókaskápinn

[Þessi grein birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 20. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Góð viðbót í bókaskápinn
Myndin sýnir hluta af titilsíðu Íslendingasagna í útgáfu Saga forlags, Reykjavík 2018.

Eitt helsta sérkenni Íslendinga er að þeir eru almennt læsir á átta til níu hundruð ára gamlan þjóðlegan bókmenntaarf. Slíkt er óvenjulegt, sem sést best á því að ekki er viðlit fyrir almenning í helstu nágrannalöndum okkar að lesa ámóta gamlar fornbókmenntir sínar. Það er raunar hreint ekki sjálfgefið að nágrannaþjóðir okkar eigi svo gamlar  bókmenntir.

Lesa meira