Gölluð framkvæmd kosninga hafði áhrif á úrslitin

[Grein þessi birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni þann 24. nóvember sl.]

            Í 120. gr. kosningalaga segir m.a.: „Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar.“

Lesa meira

Vilji kjósenda náði ekki fram að ganga í kosningunum

[Þessi færsla birtist fyrst á bloggsíðu minni á Stundinni síðdegis miðvikudaginn 20. október 2021. Sjá má upprunalegu útgáfu færslunnar hér:]

           Því heyrist oft fleygt þessa dagana, að aðalatriðið um kosningar sé að vilji kjósenda nái fram að ganga. Oft er því svo bætt við að einmitt það hafi nú gerst í kosningunum nú á dögunum. Það er alveg rétt, að það er aðalatriði að vilji kjósenda nái fram að ganga. En hin staðhæfingin, sem svo oft fylgir, að þetta hafi nú einmitt gerst núna, er yfirleitt alveg eða næstum alveg órökstudd. Því er samt oft bætt við að fylgi flokkanna hafi ekki breyst á landsvísu með endurtalningunni. Það er út af fyrir sig alveg rétt en bara ekki nóg.

Lesa meira