Aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi

[Þessi áskorun eða hugvekja birtist áður á bloggsíðu minni á fréttamiðlinum Stundinni þann 11. apríl 2021. Hún birtist þar svona.]

Nú þarf að breyta sóttvarnarlögum hið bráðasta. Herða á sóttvörnum á landamærum landsins. Þegar sóttvarnir á landamærum hafa verið hertar og allir sem hingað koma þurfa að dvelja nógu lengi á sóttkvíarhótelum til þess að smithætta verði hverfandi, kemst lífið í landinu í eðlilegt horf. Vissulega með færra ferðafólki. En dvöl í fáeina daga á tilbreytingarlitlu hótelherbergi verður þá aðgangsmiði að heilbrigðu og líflegu samfélagi utan hótelveggjanna.

Hver getur efast um að það sé þess virði?