Orsakasamhengi milli galla í framkvæmd kosninga og breytingar á niðurstöðum kosninganna

            1) Fyrri talning var með ýmsum göllum, en þá var talið upp úr kjörkössunum og atkvæðaseðlar voru „ómengaðir“. Lokatölur voru kynntar um morguninn.

            2) Vörslu kjörgagna var ábótavant eftir að fyrri tölur voru kynntar.

            3) Seinni talning fór fram. Sú talning fór fram á lagalega vafasömum forsendum, enda var búið að kynna lokatölur. Sú talning gaf allt aðrar niðurstöður en hin fyrri. Hefði seinni talning ekki farið fram, hefðu niðurstöður kosninga ekki breyst. En þær breyttust vegna þess að seinni talning fór fram.

            4) Engin leið er að vita hvaða tölur eru réttar úr kjördæminu.

            5) Það liggur fyrir orsakasamhengi milli galla í framkvæmd og breyttrar niðurstöðu. Gallinn í framkvæmdinni fólst að minnsta kosti í seinni talningu.

                                                ~         ~         ~

[Ég birti þessa smágrein á fésbók kl. um 20:40 þann 25. nóvember 2021, rétt áður en atkvæðagreiðsla um gildi kjörbréfa eftir síðustu alþingiskosningar átti að fara fram á Alþingi. Ég setti hana hér um leið.]