47 þingmenn á Alþingi

Ef Alþingi ákveður að staðfesta ekki kjörbréf jöfnunarþingmanna í öllum kjördæmum og allra þingmanna í Norðvesturkjördæmi, verður Alþingi skipað aðeins 47 þingmönnum þar til kosið hefur verið í NV kjördæmi aftur.

En ef stjórnin sem nú situr ákveður að halda áfram, heldur hún góðum meirihluta meðan uppkosningin fer fram. Mér sýnist hún hafa 29 óumdeild sæti á slíku þingi. Að afstaðinni kosningu og vonandi klúðurslausri talningu atkvæða eftir hana væri hægt að úthluta jöfnunarsætum og auðvitað kjördæmakjörnum þingmönnum NV kjördæmis.

[Áður birt á facebooksíðu höfundar, án fyrirsagnar, þann 28. september 2021. Birt hér 23. október 2021.]