Vegagerðin og Teigsskógur

Ísland er eitt auðugasta samfélag í heimi – miðað við fólksfjölda. Það er magnað að þetta auðuga samfélag skuli ekki geta gætt betur að náttúruvernd en raun ber vitni.

Í mörg ár hef ég talið vegagerð um Teigsskóg vera óráð, eftir að hafa lesið skýrslur náttúrufræðinga um málið. En þá kom upp söngur um að einhverjir vondir landeigendur í Teigsskógi kæmu í veg fyrir samgöngubætur fyrir Vestfirðinga. Nú kemur formaður Landverndar fram með þær upplýsingar, sem ég vissi ekki fyrir, að vegagerð í Teigsskógi brjóti gegn ákvæðum Bernarsamningsins um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu, samnings sem við erum aðilar að. Ég trúi formanninum um þetta. Vegagerðin virðist vera skúrkurinn í þessu dæmi eins og ýmsum öðrum (hver man ekki vegagerðina um Gálgahraun á Álftanesi, til dæmis!). Ég segi: Við Íslendingar höfum ekki efni á að vera með Vegagerð sem ræðst ítrekað gegn náttúru landsins. Þar þarf eitthvað að athuga málin betur og taka til.

[Ég birti þessa færslu samtímis á facebook. Vísa til greinar Tryggva Felixssonar, formanns Landverndar, á Kjarnanum, hér. Greinin heitir “Vegagerð um Teigsskóg – íslensk náttúra á útsölu.”]