Kynferðisbrot og íþróttahreyfingin

[Þessi færsla birtist á facebooksíðu minni að kvöldi föstudagsins 27. ágúst 2021.]

Í gærkvöldi kom fram í viðtali við formann KSÍ að knattspyrnusambandið hylmdi ekki yfir afbrot né þaggaði þau niður. Í fréttum í kvöld kom svo fram að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið ungri konu þagnarskyldusamning. Þarna stangast eitthvað á. Ég tek ungu konuna

alveg trúanlega. Eitthvað hefur skolast til hjá formanninum. Unga konan varð fyrir kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi frá hendi landsliðsmanns í fótbolta. Þagnarskyldusamningurinn var boðinn til að koma í veg fyrir að málið kæmist í hámæli. Íþróttahreyfingin nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu. Það er vont að konur verði fyrir kynferðisbrotum frá hendi íþróttamanna. Það er misjafn sauður í mörgu fé. Íþróttamenn eru einstaklingar eins og aðrir. En það kemur auðvitað ekki til greina að samfélagið þurfi að sætta sig við að íþróttahreyfingin, sem nýtur stuðnings samfélagsins, beri fé á þolendur kynferðisbrota til að þagga niður í þeim.

[Tilefni færslunnar var að formaður knattspyrnusambandsins, Guðni Bergsson, svaraði því aðspurður í Kastljósviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst að KSÍ þaggaði ekki niður kynferðisbrot knattspyrnumanna. Daginn eftir kom fram kona í fjölmiðlum, sem sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í fótbolta, og að lögmaður KSÍ hefði boðið henni til fundar í húsakynnum KSÍ til að gera við hana svonefndan þagnarskyldusamning þar og koma þannig í veg fyrir að málið kæmist í hámæli.]