[Ég birti þessa færslu á facebook 15. ágúst 2019.]
Mikilvægasta samgöngumannvirkið á Íslandi er hugbúnaður. Þessi hugbúnaður er aðlagaður að landinu, eins og öll móðurmál eru, hvert á sínum stað. Hann er græddur í landsmenn á fyrstu árum þeirra og heitir íslenska.
Ég hef verið að hugsa um að mér finnst að stjórnvöld eigi að blása til mikils átaks við að varðveita og halda við þessu mikilvægasta samgöngumannvirki landsmanna. Þegar stjórnmálamenn kynna nú gleiðir stórfenglegar áætlanir um borunarstarfsemi á Austurlandi og vegagerð verður mér hugsað til þess að það hljóta að vera til peningar í landinu til að sinna því brýna verkefni að auka þýðingar heimsbókmennta og fræðibókmennta á íslensku. Og til þess að íslenska allt námsefni fyrir framhaldsskóla og fyrstu ár í háskóla. Ég hugsa að 1 – 2 milljarðar aukreitis á ári í íslenskuátak í til dæmis 20 næstu ár gæti gert kraftaverk.